Já góðan daginn.
Þá er nú best að reyna að skrifa eitthvað á þessa síðu mína.
Eg held að ég sé nú bara alveg glötuð í þessu.
Gleymi bara að ég sé með þessa síðu.
En senn líður að hjólaferðini og við förum suður á morgun mánudag. Ég ætla að pakka í dag.
Veit ekki alveg hvað ég á að pakka miklu. Ægir nær í töskurnar á háaloftið og þegar búið er að viðra þær þá kemur í ljós hvað dettur ofaní.
En það er búið að fjárfesta í þessum ´líka fínu hjólreiðabuxum.
Fóðraðar í bak og fyrir þannig að manni á bara að líða vel á hjólinu.

Einnig fengum við okkur nokkra boli og nýja sandala þannig að við erum bara fær í flestan sjó.
Ægir fjárfesti svo í bakpoka sem hann getur svo notað í útileguna í sumar.
Við fórum í gærkveldi út í Djúpalón og gengum í sandinum og nutum útiverunnar, en það var alveg frábært veður.
Þar er líka frábær ljósmyndasýning . Keyrðum einnig á Stapann og það var bara fullt á tjaldstæðinu.
Jæja best að hætta þessu en þið getið séð blogg fararstjórans á hjólreiðaferðin og einnig inná urvalutsyn.is íþróttir og þar inni hjólaferðir Bolsano
Sjáumst og heyrumst
Knús og kossar til ykkar allra
kv
Árný Bára og Ægir