JÆJA KRAKKAR MÍNIR.
þá erum við hjónin komin heim úr okkar frækilegu hjólaferð.
Það verður nú að segjast eins og er að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum.
Fyrsti dagurinn fór bara í ferðalag þannig að við vorum orðin ansi lúin þegar við komumst á leiðarenda.
En dagurinn tekinn snemma í Bolsano og hjólað 70 km já bara eins og að drekka vatn allt niður í móti og fegurð fjalla og dala alveg ólýsanleg.
og þannig liðu dagarnir hjóað 50-70 km á dag í sól og svo kom rignig einnig komu að sjálfsögðu nokkrar góðar brekkur mis erfiðar og mis langar , en þegar leið á ferðina fann maður minna fyrir þessum svokallaða
brekkukvíða og hjólaði bara í fyrsta -fyrsta.

Já þetta er bara alveg frábær ferðamáti. Og þið sem voruð að hafa áhyggjur af honum Ægi mínum um að hann væri ekki farinn að æfa sig í að hjóla þá verð ég að segja það eins og er að hann hjólaði eins og hann væri búin að æfa grimmt í þessi 40 ár sem hann hefur ekki æft.

Bara helvíti seigur strákurinn og blés ekki úr nös. Þessa ferð enduðum við svo í Feneyjum og fórum út í eyjuna Lídó lágum þar í sólbaði með Önnu Maju og Lauga og þeim drengjum tókst að brenna bæði á mallakút og undir höndum

æ,æ ok ekki gott.
Þetta er bara tær snilld þessi ferð !
Mæli með þessu fyrir alla.
Við hjónakornin erum alveg alsæl og takk fyrir að taka okkur með Anna og Laugi.
Þið voruð frábærir ferðafélagar.
Og þetta var alveg stórfínn hópur í alla staði.
Bið að heilsa í bili
kv
Adda Bára