Amma er kona sem á engin börn sjálf, svo henni þykir vænt
um litla drengi og stúlkur sem aðrir eiga. Afi er karlkyns amma. Hann
fer í gönguferðir með litla drengi og þeir tala um traktora og
veiðiferðir. Ömmur hafa ekkert að gera annað en að vera til. Þær eru gamlar
og þær ættu ekki að leika sér eða hlaupa hratt. Þær segja aldrei "flýttu þér". Þær eru oftast feitar en ekki of feitar til að hnýta
skóreimar hjá krökkum. Þær eru með gleraugu og klæðast skrítnum
nærfötum og þær geta tekiðúr sér tennurnar og gómana. Ömmur þurfa
ekki að vera neitt gáfaðar, bara svara spurningum um hvers vegna hundar
eiga ekki ketti og af hverju Guð sé ekki giftur. Þær tala ekki smábarnamál
við mann eins og gestir gera. Þegar þær lesa þá hlaupa þær ekki yfir og
þeim er alveg sama þó þær lesi sömu söguna aftur og aftur. Allir ættu
að eiga ömmu, sérstaklega ef maður á ekki sjónvarp því þær eru þær einu
sem hafa tíma....