Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 57026
Samtals gestir: 16955
Tölur uppfærðar: 21.4.2025 03:11:04

21.01.2008 10:41

2008

Góðan daginn gott fólk.
Jæja þá er komið nýtt ár og farið að birta af degi.
Þorrablót framundan hjá landanum og annað djamm.

Af okkur fjölskyldunni er allt gott að frétta.
Elín Sigríður og fjölskylda búa enn í Hveragerði og kom Árni Snær í heimsókn til afa og ömmu  um þarsíðustu helgi  og var það nú afskaplega ánægjulegt.

Steinunn Bára og Gunnar kærasti hennar  vou hérna fyrir vestan um jólin en fóru svo suður og héldu áramótin þar.
Ægir litli drengurinn minn var að sjálfsögðu hjá pabba og mömmu yfir jól og áramót. En nú er hann bara farinn suður að vinna. Já og kominn með kærustu. Aldís heitir hún og er úr Rifinu. Þannig standa nú málin á þessum bænum,  við gamla settið (Árný Bára og Ægir ) eru bara orðin tvö í kotinu.
 Æ það er nú bara í lagi.  Voðalega uggulegt hjá okkur.

Svona líður nú tíminn. Mér finnst nú ekki mörg ár síðan ég kom hingað til Ólafsvíkur en það eru nú víst orðin ein 27 ár núna í apríl. 
Já  og við Ægir minn  erum búin að eiga heima hérna að Holtabrún 4 í ein 25 ár núna  í ágúst.
Þá bjó Gógó í Valhöllinni, Siggi og Gunna á Holtabrún 6, en  Erla og Addi bjuggu  á Holtabrún 8.
 
Jæja það er nú best að fara að hætta þessu blaðri og fara að gera eitthvað.
Var í ræktinni í morgun. Bara helvíti öflug.
Maður verður víst að reyna að brenna einhverju af þessu sem maður át yfir jólahátíðina. ( já og síðustu ár)
Bið að heilsa í bili.
kveðja
Árný Bára


Sérhver dagur mannlífsins felur í sér gleði og angur,
kvöl og sælu myrkur og ljós, vöxt og hrörnun.
Hvert andartak er mótað eftir stórbrotnu sniði náttúrunnar
-reyndu ekki að afneita eða standa á móti
reglufestu alheimsins.

Tekið af vefsíðunni kyrrð og friður





Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar