Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 425
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 57001
Samtals gestir: 16948
Tölur uppfærðar: 21.4.2025 02:49:20

07.06.2008 11:16

Ótitlað

Blogg, blogg, blogg
Jæja kæru vinir og allir bara.
Þá er best að setja smá slúður á síðuna mína.

Það er búið að vera brjálað að gera hérna á Holtabrúninni eftir að heittelskaður hætti á sjónum. Kvótinn var kláraður  um miðjan maí og fóru þeir  með Steinunni SH  í pössun til Njarðvíkur þar sem hún verður í sumar.

Sjómannadagurinn liðinn og hann fór bara vel fram en það hefði mátt vera fleira fólk bæði í kirkju og í sjómannagarðinum. Ballið hjá okkur hérna í Ólafsvík var á laugardegi og það var matur og flottheit að vanda, góð skemmtiatriði hjá þeim sem stóðu að hátíðinni að þessu sinni. Hljómsveitin var frábær og það er langt síðan frú Árný Bára hefur dansað svona mikið.
BARA GAMAN

En við hjónakornin vorum nú farin heim af ballinu fyrir tvö þannig að allir voru klárir í messu og messu- kaffi á sjómannadaginn sjálfan.

Hitti Gumma Gulla aðeins á ballinu en hann er að smíða bryggju hérna í Ólafsvík og hefur kíkt í heimsókn til okkar hjóna. Alltaf gaman að hitta Fáskrúðsfirðinga.

Hann Ægir minn hefur nú líka verið að smíða fyrir sína ekta spúsu. Jaaaaá bara assskoti flott hjá honum. Settum svona trévegg , æ þið vitið, lóðin er í stöllum og það var orðið leiðinlegt að slá stallinn fyir framan eldhúsgluggann,  þannig að honum(stallinum)  var lokað með þessum líka fallega trévegg og þar fyrir neðan var sett svona líka fínt beð sem var fyllt af sjávarmöl, síðan  var brunað í bæinn og keyptar þessar líka fallegu styttur og settar í beðið.
Bara ferlega flott þó svo ég segi sjálf frá.

Þá er komið að jarðskjálfta dæminu, Elín Sigríður og fjölskylda búa í Hveragerði en það skemmdist ekki mikið hjá þeim í jarðskjálftanum  miðað við hjá mörgum öðrum. En lampar, speglar og fleira brotnaði og fullt af leirtaui og allt út um allt. En enginn meiddist þannig að það er fyrir mestu. Tryggingarnar eiga eftir að koma að skoða húsið,og það verður gert þegar þau koma heim, en þau áttu pantað far til Krítar og flugu þangað þann 4. júní og ætla að vera í hálfan mánuð.
Heyrði í þeim í gær og bara sæla. Enginn jarðskjálfti.

Steinunn Bára er búin að vera hérna hjá pabba og mömmu síðustu viku , en við mæðgurnar erum búnar að vera að þvo og strauja barnaföt, og sængurföt. Steinunn  Bára er sem sagt ófrísk og á að eiga um miðjan júlí. Er sett þann 13.
Já það er nú betra að vera búin að gera allt klárt.
Við hjónakornin erum nebl. að fara til Costa del sol þann níunda júní, og ætlum að vera í hálfan mánuð. Við verðum komin heim þann 23ja júní, og mætum í brúðkaup hjá fjölskyldunni minni,en Aðalsteinn bróðir minn og Linda kærasta hans ætla að ganga í heilagt hjónaband þann  28.júní n.k . Já svo förum við vonandi eitthvað með hjólhýsið  okkar í júlí, en við meigum ekki vera langt frá Reykjavík (skipun frá þeirri ófrísku) því við eigum að vera nálægt þegar barnabarn okkar no.2 kemur í heiminn.
Við ætlum svo í hjólaferð í ágúst og  það verður hjólað í  Austurríki - tíuvatnaferð.
Ég held að það verði bara  flott ferð.

Já, þannig að þið fáið fréttir af öllum fjölskyldumeðlimium , þá er Ægir (20) að keyra hjá Samskipum og er bara sæll í þeirri vinnu.

Jæja gott fólk þannig er nú lífið hérna í Ólafsvíkinni þessa dagana.
Og bara fínt að blogga svona í morgunsárið.
Bið að heilsa í bili.
Verið góð hvert við annað.
kv
Árný Bára
 p.s.
Kæra Fjóla frænka
Takk fyrir að kíkk og kvitt á síðuna
kv
Árný Bára

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar