Góðan dag kæru vinir. Þá verður maður bara að setja eitthvað hérna inn fyrir ykkur. Við mæðgur (ÉG, Elín Sigríður og Steinunn Bára ) fórum saman á tónleikana með Villa Vill. Bara frábært. Aldeilis flottir tónleikar það. Nú það var hætt við ferðina til St.John's þannig að við hjónin förum ekki þangað í ár. En það átti að fara þann 29.okt-3.nóv . EN, Því miður hefur ferðin verið felld niður vegna alþekktra aðstæðna í þjóðfélaginu. Svona fór um sjóferð þá. Verra gat það nú svosem verið.
Þá eru það haust verkin í ár. Ekkert slátur tekið, en við hjónakornin tókum tvær rollur og hökkuðum þær í spað í gær, ´´brjálað að gera í sveitinni´´. Það sem er að frétta af ömmu og afa börnum er að Árna Snæ gengur vel í skólanum, svo er hann er að æfa karate og badminton. Já og gæinn er að verða 10 ára í nóvember. Ragnheiður Mist er dugleg að borða (drekka) og dafnar vel. Alveg að verða 3ja mánaða stúlkan. Pabbi minn kær og góður er búinn að vera á spítala, fór í hjartaþræðingu og þar voru nokkrar æðar sem þurfti að hreinsa. Jæja elskurar hef þetta ekki meira í dag. Ætla að fara að hringja í þau gömlu (pabba og mömmu) og athuga hvernig heilsufarið er á þeim hjónum. Eigið góðan dag kv Adda Bára