Í dag er alþjóðlegur dagur
brjálæðislega glæsilegra og geysilega gáfaðra kvenna
Því eiga allar
slíkar konur skilið að fá þetta skeyti í tilefni dagsins. Það er óþarfi að
senda mér til baka þar sem ég hef þegar fengið skeytið frá einni
brjálæðislega glæsilegri og geysilega gáfaðri konu!
En mundu boðorðið:
Lífið á ekki að vera rólyndis rölt að grafarbakkanum með það að markmiði að
komast örugg á áfangastað í huggulegum og vel varðveittum líkama. Miklu
heldur á það að vera blússandi gleðibuna og ískrandi yndisflug með súkkulaði
í annarri og vínglas í hinni í fullnýttum og gatslitnum skrokki öskrandi...
Fjárans fjör sem þetta er!
Fékk þetta sent frá góðri vinkonu og langaði að deila þessu með ykkur kv Árný Bára