Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56762
Samtals gestir: 16895
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 15:27:48

21.10.2008 08:13

Haustið.

333 
emoticon Gaman saman emoticon

Góðan dag kæru vinir.
emoticon 
Þá verður maður bara að setja eitthvað hérna inn fyrir ykkur.
Við mæðgur (ÉG, Elín Sigríður og Steinunn Bára ) fórum saman á tónleikana með Villa Vill.
Bara frábært. Aldeilis flottir tónleikar það.
emoticon 
 Nú það var hætt við ferðina til St.John's þannig að við hjónin förum ekki þangað í ár.
En það átti að fara þann 29.okt-3.nóv .
EN, Því miður hefur ferðin verið felld niður vegna alþekktra aðstæðna í þjóðfélaginu.
Svona fór um sjóferð þá. Verra gat það nú svosem verið.

emoticon
Þá eru það haust verkin í ár.
Ekkert slátur tekið, en við hjónakornin tókum tvær rollur og hökkuðum þær í spað í gær, ´´brjálað að gera í sveitinni´´.
emoticon 
Það sem er að frétta af ömmu og afa börnum er að Árna Snæ gengur vel í skólanum, svo er hann er að æfa karate og badminton. Já og gæinn er að verða 10 ára í nóvember. Ragnheiður Mist er dugleg að borða (drekka) og dafnar vel. Alveg að verða 3ja mánaða stúlkan.
emoticon 
Pabbi minn kær og góður er búinn að vera á spítala, fór í hjartaþræðingu og þar voru nokkrar æðar sem þurfti að hreinsa.
emoticon 
Jæja elskurar hef þetta ekki meira í dag. Ætla að fara að hringja í þau gömlu (pabba og mömmu) og athuga hvernig heilsufarið er á þeim hjónum.
Eigið góðan dag
kv
Adda Bára

19.10.2008 18:58

Árni Snær og Ragnheiður Mist


Árni Snær og Ragnheiður Mist í heimsókn hjá ömmu og afa í Ólafsvík

13.10.2008 12:10

Góður dagur

emoticon Góðan dag emoticon

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður

vel
að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður

ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það

hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
 

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá

vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá

tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti

ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.


Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur

faðma þennan morgun og allar hans rætur

hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.



Að endingu ég segi við þig sem þetta lest

þetta er góður dagur, hafðu það sem best

ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni

ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

Fékk þennan póst í morgun.
Gott innlegg í góðan dag.

07.10.2008 14:48

Ótitlað

 

Dæmdu aldrei í reiði!  
Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir.


   
Ef maðurinn finnur ekki frið í sjálfum sér,
 er tilgangslaust fyrir hann að leita hans annars staðar.







04.10.2008 04:27

Ótitlað

   
Þú verður að taka persónulega ábyrgð.
Þú getur ekki breytt kringumstæðunum,
 árstíðinni eða veðrinu,
en þú getur breytt sjálfum þér
  -











04.10.2008 03:34

   
 
Virðingin kyssir ennið á. 
Auðmýktin hönd að vörum brá.
Aðdáun vanga velur sér.
Vináttan kyssir hvar sem er. 
Ástin er frekast að því kunn,
að hún vill kyssa beint á munn.
-Fífulogar. 1945-

       























03.10.2008 01:34

Ótitlað


Spakmæli dagsins.

 



Hamingan er heimafengin og verður ekki tínd í garði annarra.

  









30.09.2008 16:42

Ótitlað

emoticon Spakmæli dagsins! emoticon


Óttastu aldrei andstöðu.
Mundu að flugdreki hefst ekki á loft með vindi
heldur á móti honum -

Höfundur ókunnur.



30.09.2008 13:40

Ótitlað

Fékk þetta sent frá góðri vinkonu.
Langaði að deila þessu með ykkur.
Rósin


Á fyrsta skóladegi mínum í framhaldsnámi hvatti kennarinn okkur til að kynnast nýju fólki gefa okkur á tal við ókunnuga og opna fyrir nýja vináttu og vingjarnleika.


Ég stóð upp og leit í kringum mig en þá fann ég fyrir hönd á öxlinni minni og leit við.  Þarna stóð mjög gömul kona sem brosti eins og sólin framan í mig;

Hæ myndarlegi strákur!, sagði hún.

Ég heiti Rósa, ég er 87 ára. Má ég faðma þig?

Ég hló og jánkaði og hún kreisti mig að sér.


Hvers vegna ertu í skóla svona fullorðin?, spurði ég.
Hún svaraði glaðlega; Því ég ætla að ná mér í ríkan eiginmann hérna og eignast með honum nokkur börn!

Nei, í alvöru? spurði ég.

Hún svaraði; Mig langaði alltaf í stúdentspróf og nú læt ég þann draum rætast!
Við gengum saman um ganga skólans, spjölluðum og urðum strax perluvinir.


Eftir þetta hittumst við alltaf, alla daga og töluðum út í eitt.

Mér fannst frábært að hlusta á hana og læra af henni.

Hún varð vinsælasti nemandi skólans, alls staðar geislaði hún
vingjarnleika sínum til fólks.

Hún elskaði að punta sig og naut sín í félagsskap okkar unga fólksins.

Í lok skólaársins vildum við nemendurnir að hún flytti lokaræðu
nemenda á skólaslitunum.


Hún kom í ræðustólinn og flutti ræðuna blaðlaust;

Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul.

Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur.

Það eru aðeins fjögur leyndarmál til að halda sér ungum,
vera ánægður og ná árangri.


Þú verður að hlæja alla daga og sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum.

Þú verður að eiga þér draum. Ef þú átt þér ekki draum þá áttu ekkert líf.

Það eru svo margir lifandi dauðu lífi en fatta það ekki. Það er engin
gleði, enginn draumur. Engin tilbreyting.

Það er mikill munur á því að eldast og vitkast eða bara að eldast og verða gamall.

Ef þú ert 19 ára,liggur í rúminu, gerir ekkert af viti í heilt ár, þá verðurðu auðvitað tvítugur ári seinna.

Og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í heilt ár, þá verð ég auðvitað
88 ára, einu ári seinna.

Allir geta elst. Það þarf enga hæfileika til þess eða hæfni.

Best er þó að eldast með því að finna hvernig tíminn sem líður er
tækifæri til breytinga.

Þá er hreyfing á lífi þínu en ekki stöðnun.


Lifðu þannig að þú gerir alltaf þitt besta, aldrei að sjá eftir neinu.

Þegar eldra fólk lítur tilbaka sér það sjaldnast eftir því sem það gerði í

lífinu heldur því sem það gerði ekki.

Þeir sem óttast dauðann eru yfirleitt þeir sem láta ekki drauma sína
rætast, þeir lifðu ekki til fulls.


Í lok ræðunnar söng Rósa og hvatti nemendur til að vanda hvern dag
sem þeir lifðu   Lifa 100% lífi, eins og sá dagur væri sá síðasti.


Viku eftir útskrift lést Rósa í svefni, hún sofnaði mjúklega inn í

himnaríki.  Yfir 2.000 nemendur fylgdu henni til grafar og sýndu orðum hennar
virðingu;

Það er aldrei of seint að vera sá/sú sem þú í rauninni ert.


Þessi orð fara nú manna á milli í minningu Rósu.

Þú mátt senda þau áfram til þeirra sem þú vilt blessa.

Og mundu- að eldast er óhjákvæmilegt en að eldast og vaxa í visku
er val. Með því að gefa fáum við tilbaka.


God promises a safe landing, not a calm passage.
If God brings you to it, he will bring you through it.


Góðir alvöru vinir eru eins og stjörnur á himni sem þú veist af en sérð
ekki alltaf.  Þeir skína best í myrkri, þegar þú þarft mest á þeim að halda.


Þú ert stjarnan mín.


29.09.2008 16:07

Ragnheiður Mist Reykdal

Heil og sæl öll sömul.
Best að setja nokkrar línur hérna inn, því ég veit að nokkrir fjölskyldumeðlimir og nokkrir nánir vinir eru duglegir að koma hérna inn og ætlast til þess að ég hafi eitthvað að segja.
Þann 20.sept þá var hún Ragnheiður Mist skírð í Ólafsvíkurkirkju.
Það hefði mátt vera betra veður, en það kom ekki að sök því það var góð mæting .
Ættingjar og vinir úr Reykjavík fjölmenntu sem og vinir úr Ólafsvík.
Set hérna inn nokkrar myndir af skvísunni Ragneiði Mist Reykdal.

Ragnheiður Mist og Lóa amma


Ragnheiður Mist

29.09.2008 03:02

Ótitlað




Um Hamingjuna
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:
göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!........ Því ef ekki núna..... hvenær þá?
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn: "Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft." Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með . og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum. Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný . til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að
vera hamingjusamur en einmitt núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður
Til umhugsunar að lokum!
"Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna."
"Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur)."
"Dansaðu eins og enginn sjái til þín."

30.08.2008 09:59

JÆJA KRAKKAR MÍNIR

JÆJA KRAKKAR MÍNIR!!!

Þá erum við hjónin komin heim úr frækilegri hjólaferð til Austurríkis.
Hafi Bolzano - Feneyja ferðin í fyrra verið flott þá var þessi ferð topp 10+++.  EEEEEN þessi ferð var mun erfiðari en við héldum ''hjólagarparnir '' .

Við héldum að við værum að fara að taka nokkrar Geirakotsbrekkur en það voru voða fáar svoleiðis brekkur.

Flestar brekkurnar voru eins og Klifið eins og það leggur sig eða Grundarbrautin og þegar þú hélst að nú værir þú kominn á toppinn þá kom smá beygja og svo önnur og stundum önnur úff!úff!  S S S S

En svo varstu allt í einu kominn á toppinn. JIBBÍ !! JÚHÚ !!! KOMIN UPP OG ÞÁ VAR  
BARA AÐ FARA NIÐUR.

JEBB BARA NIÐUR!!!

 
En kæru vinir, í Austurríki var ekki bara að fara niður brekkuna neeeei , það var alltaf smá upp líka þó svo að þú værir að fara niður.

Maður var gasalega glaður að láta sig renna niður þá heyrði maður kallað fyrir framan sig, HÆÐ framundan !! NEIIII NEIIIIII ÞAÐ ER BREKKA !!! ÞAÐ ER  BREKKA!! . SETJIÐ Í 1-1 !!!!

Ó JÁ !!!! OG MAÐUR BORGAR MORÐ FJÁR FYRIR ÞETTA.

Svo voru það vötnin sem við vorum að fara að hjóla í kringum.
(
þetta var sko 10 vatna leiðin)
Við héldum nottlega að vötnin væru eins og Vaðallinn, en það var nú öðru nær. Hvert vatn var eins og fjörður og við hvert vatn (fjörð) voru nokkrir bæjarkjarnar.

JEBB STUNDUM VEIT MAÐUR  BARA EKKI BETUR.

Í Þessari ferð voru hjólaðir 300 km.

Við jónakornin erum alveg alsæl eftir þessa ferð og stefnum á að fara aftur að ári.

Ferðafélagarnir voru alveg frábærir, mikið spaugað og mikið hlegið.
Kæru hjón Anna og Laugi(50) takk fyrir góða ferð og frábæra samveru.
kv
Adda og Ægir

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar