Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56762
Samtals gestir: 16895
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 15:27:48

12.03.2008 11:52

Bæn

 Fékk þessa bæn senda í pósti frá góðri vinkonu.
Falleg bæn sem mig langar að deila með ykkur.

Öllum getur liðið misjafnlega vel, en Guð er tilbúin að blessa alla jafnt á þann hátt sem hann einn kann.

Mér var falið að velja að minnsta kosti fjórar manneskjur sem mér er umhugað um að fengju blessun Guðs og þú ert ein/n af þeim.

Ég bið þig að senda þetta áfram til að minnsta kosti fjögurra annarra sem þú vilt að hljóti blessun og kærleika Guðs.

Þessi bæn er mjög kraftmikil, en bænin er ein sú besta gjöf sem við getum fengið. Hún kostar ekkert, en hún gefur okkur mikið.

Höldum áfram að biðja hvert fyrir öðru.


Guð ég bið þig um að blessa alla vini mína og ættingja, alla þá sem mér þykir vænt um og líka þá sem ég þekki ekki neitt, en þurfa á blessun þinni að halda.

Ég bið þig um að blessa þá sem eru að lesa þetta bréf, að þeir finni fyrir krafti þínum, kærleika og ljósi.

Viltu gefa þeim sem eru veikir eða sorgmæddir styrk og innri frið.

Viltu með kærleiks ljósi þínu og hlýju gefa þeim sem hafa lélega sjálfsmynd, endurnýjað sjálfstraust. Ég bið þig um að styðja þá og styrkja sem hafa lítið af heimsins gæðum.

Ég bið um blessun þína Guð til allra sem lesa þetta bréf, fyrir heimili þeirra, fjölskyldum og vinum. Viltu biðja verndarengla þína að vaka ávallt yfir þeim í öllu því sem þau taka sér fyrir hendur.

 Með einlægu þakklæti.

22.02.2008 13:24

Hvernig veit maður hverjum maður á giftast ?

Rakst á þetta á vafri mínu um netheima.

Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast?

kynjanna. Hér koma nokkur gullkorn.

Hvernig veit maður hverjum maður á að giftast?

"Maður verður að finna einhvern sem hefur gaman af því sama og maður sjálfur. Ef maður til dæmis hefur gaman af íþróttum verður hún að hafagaman af því að þú hafir gaman af þeim og sjá um snakkið og dýfuna."
Alan, 10 ára.

"Það ákveður það enginn áður en hann verður fullorðinn hverjum hann ætlar að giftast. Guð ákveður það allt löngu áður og maður kemst ekki að því fyrr en það er orðið of seint."
Kirsten, 10 ára.

Á hvaða aldri er best að ganga í hjónaband?

"Það er best að vera 23 ára því þá er fólkið búið að þekkjast í heila eilífð."
Camille, 10 ára.

"Maður þarf ekki að vera á neinum sérstökum aldri, maður þarf bara að
vera bjáni."
Freddie, 6 ára.
Hvernig sér maður hvort ókunnugt fólk sé gift?

"Maður verður bara giska út frá því hvort manni sýnist þau vera að æpa á sömu krakkana."
Derrick, 8 ára.

Hvað eiga foreldrar þínir sameiginlegt?

"Bæði vilja ekki eignast fleiri börn."
Lori, 8 ára.

Hvað gerir fólk á stefnumótum?"

"Á stefnumótum á að vera gaman því fólkið er að kynnast hvort öðru.Meira að segja strákar geta haft eitthvað að segja ef maður hlustar nógu lengi."
Lynnette, 8 ára.

"Á fyrsta stefnumótinu lýgur fólk bara hvort að öðru og það er yfirleitt nóg til að það hafi áhuga á að hittast aftur."
Martin, 10 ára.

Hvað myndirðu gera ef þú færir á stefnumót sem endaði illa?

"Ég myndi hlaupa heim og þykjast vera dauður. Daginn eftir myndi ég hringja í öll blöðin og láta þau skrifa um mig í andlátsfréttunum."
Craig, 9 ára.

Hvenær er óhætt að kyssa einhvern?"

Ef hann er ríkur."
Pam, 7 ára.

Það er bannað með lögum ef maður er ekki orðinn átján ára og það er ekki sniðugt að lenda í einhverju veseni út af því."
Curt, 7 ára.

"Reglan er sú að ef maður kyssir einhvern á maður að giftast honum og eignast með honum börn. Þannig á maður að gera."
Howard, 8 ára

Hvort er betra að vera einhleyp(ur) eða í hjónabandi?

"Það er betra fyrir stelpur að vera einhleypar en það er verra fyrir stráka. Það verður einhver að taka til eftir stráka."
Anita, 9 ára.

Hvernig væri heimurinn ef enginn giftist?

"Það væri alla vega erfitt að útskýra alla þessa krakka."
Kelvin, 8 ára.

Hvernig á að viðhalda ástinni í hjónabandinu?

"Maður á að segja konunni sinni að hún sé falleg, jafnvel þótt hún
líti út eins og vörubíll."
Ricky, 10 ára.



 
 

 

21.02.2008 21:09

Hjónakornin Árný Bára og Ægir


Ungfrúin er 18 ára á þessari mynd.
Ætli þessi ungi herramaður sé ekki líka 18 ára






09.02.2008 10:37

Kærleikur

Góð og hlý orð kosta lítið, en þau varpa oft ánægjugeislum
á lífsbraut þess sem þau eru töluð til.
 Eða hefur blítt ávarp aldrei gróðursett ánægju og sigurvon í hjarta þínu?
Tölum mjúklega hvert til annars;
orð mýkja hið þjakandi mótlæti og öfugstreymi lífsins hjá þeim sem við elskum og þeirra sem Kristur hefur boðið oss að bera umhyggju fyrir .
Þau græða viðkvæm tilfinningasár samferðamanna okkar á lífsleiðinni.
Notaðu blíð orð að morgni;
þau gera sambúðina skemmtilega og létta þunga dagsins.
Notaðu blíð orð að kveldi.
 Áður en dagur rís getur einhver ástvina þinn hafa endað lífshlaup sitt
og þá er of seint að biðja hann fyrirgefningar.


                                            John Stuart Mill.

 
    

05.02.2008 17:30

Íslendingabók

Faðir
Friðrik Stefánsson
Fæddur 16. nóvember 1924


Elín Aðalheiður Þorsteinsdóttir
Fædd 9. september 1931

Árný Bára Friðriksdóttir
Fædd í Neskaupstað 26. ágúst 1960


Heimildir: Þjóðskrá, Mbl.18/2/97, Mbl.16/12/99, Pers.
Gréta Friðriksdóttir
Hanna Þóra Friðriksdóttir
1951
1954
Friðrik Friðriksson 1957
Ingibjörg M. Friðriksdóttir 1963
Stefán Friðriksson 1969
Steinunn Guðfinna Friðriksdóttir 1969
Aðalsteinn Friðriksson 1970
Bergþór Friðriksson 1970
Bjarni Sigmar Kjartansson 1949
 

Jóhannes Marteinn Pétursson 1953

   Elín Sigríður Jóhannesdóttir 1975

Ægir Kristmundsson 1956
Kvæntur
Fósturdóttir: Elín Sigríður Jóhannesdóttir, f. 23.12.1975.
   Steinunn Bára Ægisdóttir 1983

   Ægir Ægisson 1988

21.01.2008 10:41

2008

Góðan daginn gott fólk.
Jæja þá er komið nýtt ár og farið að birta af degi.
Þorrablót framundan hjá landanum og annað djamm.

Af okkur fjölskyldunni er allt gott að frétta.
Elín Sigríður og fjölskylda búa enn í Hveragerði og kom Árni Snær í heimsókn til afa og ömmu  um þarsíðustu helgi  og var það nú afskaplega ánægjulegt.

Steinunn Bára og Gunnar kærasti hennar  vou hérna fyrir vestan um jólin en fóru svo suður og héldu áramótin þar.
Ægir litli drengurinn minn var að sjálfsögðu hjá pabba og mömmu yfir jól og áramót. En nú er hann bara farinn suður að vinna. Já og kominn með kærustu. Aldís heitir hún og er úr Rifinu. Þannig standa nú málin á þessum bænum,  við gamla settið (Árný Bára og Ægir ) eru bara orðin tvö í kotinu.
 Æ það er nú bara í lagi.  Voðalega uggulegt hjá okkur.

Svona líður nú tíminn. Mér finnst nú ekki mörg ár síðan ég kom hingað til Ólafsvíkur en það eru nú víst orðin ein 27 ár núna í apríl. 
Já  og við Ægir minn  erum búin að eiga heima hérna að Holtabrún 4 í ein 25 ár núna  í ágúst.
Þá bjó Gógó í Valhöllinni, Siggi og Gunna á Holtabrún 6, en  Erla og Addi bjuggu  á Holtabrún 8.
 
Jæja það er nú best að fara að hætta þessu blaðri og fara að gera eitthvað.
Var í ræktinni í morgun. Bara helvíti öflug.
Maður verður víst að reyna að brenna einhverju af þessu sem maður át yfir jólahátíðina. ( já og síðustu ár)
Bið að heilsa í bili.
kveðja
Árný Bára


Sérhver dagur mannlífsins felur í sér gleði og angur,
kvöl og sælu myrkur og ljós, vöxt og hrörnun.
Hvert andartak er mótað eftir stórbrotnu sniði náttúrunnar
-reyndu ekki að afneita eða standa á móti
reglufestu alheimsins.

Tekið af vefsíðunni kyrrð og friður





22.12.2007 09:55

Jólakveðja

Kæru vinir og fjölskylda.

Okkar bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á nýju ári.
Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina,      
etið, drekkið og verið glaðir.

Jólakveðjur.
Árný Bára, Ægir og fjölskylda.















14.12.2007 12:13

JÓLATRÉ


Go to fullsize image

http://leit.is/thjonsla/go.aspx?nosla=1&ns=1&url=http%3a%2f%2fwww.akmus.is%2flaufashopurinn%2fislensk_jolatre.htm

Go to fullsize image<IMG height=54 src="http://notendur.snerpa.is/systaoggaui/images/advent3[1].gif" width=81 border=0>

14.12.2007 10:13

Vinátta, friður og von

Þetta er friðardúfan, boðskapur hennar  er :
vinátta, friður og von!
Vinátta, friður og von er boðskapur friðardúfunnar


Ástin skilur svo auðveldlega

Það sem þú sérð er minnsti hlutinn;

Þú þarft ekki að hafa jólin í höndum þér

Ef þú hefur jólin í hjarta þér

(höfundur óþekktur)

13.12.2007 15:24

UM HAMINGJUNA

Um Hamingjuna
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:
göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. 

Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði.

Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!........
Því ef ekki núna..... hvenær þá?

Lífið er alltaf fullt af vandamálum.
Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn:
  "
Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna líf.
En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir.  Síðan myndi lífið byrja. 
Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft."
 
Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni.  Hamingjan er leiðin. 
Njótum hverrar stundar sem við eigum. 
Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með .
 og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum.

Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný . til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur
en einmitt núna!
Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður
Til umhugsunar að lokum!
"Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna."
"Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur)."
"Dansaðu eins og enginn sjái til þín."

 

Finnst þér janúar og febrúar leiðinlegir mánuðir?

Fyrir mörgum eru janúar og febrúar oft leiðinlegustu mánuðir ársins. Fólk kemur í vinnu í byrjun janúar uppgefið bæði andlega og líkamlega. Það eru ekki fleiri jólaboð, ekki fleiri slökunardagar í vinnunni, ekki meira frí. Hvernig komumst við aftur á jörðina og rennum okkur ljúft inn í nýtt ár með áhuga og full af orku.

Notaðu janúar og febrúar til þess að hugsa og plana fram í tímann. Settu fókusinn á persónuleg og vinnutengd markmið. Skoðaðu aðferðir þínar til að ná markmiðum þínum og skoðaðu hvað er að virka og hvað ekki. Þegar þú byrjar að plana þá færðu kraftinn á endanum.

Ertu hamingjusöm/samur
Hvaða spurningu ættir þú að beina að þér? Hér fyrir ofan er búið að benda á, að það að setja sér markmið er mjög mikilvægur hluti, þá má líka líta á annað sem skiptir miklu máli. Hugsarðu um hamingjuna? Ertu að sýna og nota alla þína kosti? Ertu stöðugt að storka sjálfum þér og vaxa? Ferðu fram úr rúminu á morgnana ánægð/ur til vinnu Leiðist þér þín daglega rútína? Þegar við erum í fríi er gott að hugsa aðeins um hver við erum og hvernig við viljum lifa lífinu. Líttu á sjálfa(n) þig sem fyrirtæki í rekstri! Alltaf um hver árslok þarf að líta yfir liðið ár og meta stöðuna á því hvað gekk vel og hvað illa. Ertu ánægð/ur með sambandið (hjónabandið)? Ertu að eyða nógu miklum tíma í fjölskylduna og vini? Fékkstu stöðuhækkun eða kauphækkun? Líður þér eins og þú hafir stjórn á örlögum þínum? Hugsaðu um þessa hluti og ýttu svo á start hnappinn!

Einn af þeim hlutum sem draga okkur niður er þegar við vitum ekki hvað við viljum. Það sem gerir janúar og oft febrúar svona leiðinlega er að það er komið nýtt ár en við erum enn að gera nákvæmlega sömu hlutina og á síðasta ári. Rannsóknir sýna að við erum hamingjusömust þegar við höfum að einhverju ákveðnu að stefna að.
Eitthvað markmið sem við sjálf höfum sett okkur.
 Það er ekkert gaman að fljóta bara í gegnum lífið  ,þú verður að synda!
 Í stað þess að vera óánægð/ur yfir hlutunum, gerðu eitthvað til að breyta þeim. Einfaldir hlutir eins og að fá sér áhugamál, vinna sjálfboðavinnu, eða gera eitthvað annað en þú gerir í dag eftir vinnu.
Þú getur ákveðið að þrjá daga í viku þá hættir þú klukkan 17,00 í vinnunni!
Markmiðið þarf að hafa þau áhrif að það dregur þig upp úr þessu janúar þunglyndi og gerir þig eftirvæntingarsama/n á það sem ókomið er.
 Mundu bara að skrifa markmiðin niður á blað, ef þú getur það ekki þá eru þau ekki nógu skýr.
Finnst þér þetta hljóma of einfalt? Það er heljarinnar vinna að taka sjálfan sig í gegn og horfa heiðarlega á sjálfan sig. Skilningur á því hvað þú vilt í raun og veru er lykillinn.


Tekið af kærleiksvef Júlla

TIL BAKA

10.12.2007 16:37

JÓLAHLAÐBORÐ

 Jólahlaðborð í danska fyrirtækinu.

2. desember

 Til allra starfsmanna
:

> Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins,

> julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentínu þann 20 desember.

> Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila

> vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur

> jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með

> jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur.

> Ég óska ykkur og fjölskyldum
ykkar friðar á aðventu.

> Tina Johansen

> fulltrúi í starfsmannahaldi

> 3. desember

> Til allra starfsmanna:

> Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku

> vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg

> samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis

> árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki jólasöngvar.

> Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda.

 Tina Johanse

> fulltrúi í starfsmannahaldi

> 7.desember

> Til allra starfsmanna

> Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið af

> eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Með

> gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda

> á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst.

> Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt

> og telur 200 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir.

> Tina Johansen
> fulltrúi í starfsmannahaldi.
 
  9. desember

> Til allra starfsmanna


> Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr

> megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta rétt

> hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa ekki að sitja

> við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu fá hommar og lesbiur
> blómaskreytingu á borðin sín.

> ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ?

> Tina Johansen

> fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi

  10. desember

> Til allra starfsmanna

> Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður

> notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að hafa

> reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið.

> Tina Johansen

> fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða

 14. desember

> Til allra starfsmanna 

> Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo

> innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki.

> Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til tunglsins 20.desember

> til að sitja eins langt frá dauða-grillinu og þið mögulega getið

> Njótið, for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að

> tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf

> heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn

> Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full,
svo þið farið í kóma

> Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni

> Til allra starfsmanna

> Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine Johansen

> góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum

> óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að það verður ekki

> nein árslokaveisla eða jólahlaðborð.

>Þið megið taka ykkur frí allan daginn
> þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað
.


> Gleðileg jól!  

> Frederik Lindstrøm
    
Starfsmannastjóri

Já það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis.

28.11.2007 09:49

Ritgerð eftir 8 ára dreng

Fékk þessa sögu senda  frá einni ömmunni.

Já  er það bara ekki dásamlegt að vera amma.



  * Ritgerð eftir 8 ára dreng:*

  Amma er kona sem á engin börn sjálf,
svo henni þykir vænt um litla drengi og stúlkur sem aðrir eiga.
  Afi er karlkyns amma.
Hann fer í gönguferðir með litla drengi og
  þeir tala um traktora og veiðiferðir.
  Ömmur hafa ekkert að gera annað en að vera til.
Þær eru gamlar og þær ættu ekki að leika sér eða hlaupa hratt.
Þær segja aldrei "flýttu þér".
  Þær eru oftast feitar en ekki of feitar til að hnýta skóreimar hjá krökkum.
  Þær eru með gleraugu og klæðast skrítnum nærfötum
og þær geta tekiðúr sér tennurnar og gómana.
  Ömmur þurfa ekki að vera neitt gáfaðar,
bara svara spurningum um
  hvers vegna hundar eiga ekki ketti og af hverju Guð sé ekki giftur.
  Þær tala ekki smábarnamál við mann eins og gestir gera.
Þegar þær lesa þá hlaupa þær ekki yfir
og þeim er alveg sama þó þær lesi sömu söguna aftur og aftur.
  Allir ættu að eiga ömmu,
sérstaklega ef maður á ekki sjónvarp
því þær eru þær einu sem hafa tíma....

05.11.2007 16:53

VANDAMÁLATRÉÐ

 Halló allir.
Þetta fékk ég sent í pósti.
Langaði að deila þessu með ykkur.
Njótið dagsins og brosið.


VANDAMÁLATRÉÐ
>
> Smiðurinn sem ég réð til að hjálpa mér að gera upp gamalt sveitabýli, hafði nýlokið erfiðum fyrsta degi í vinnunni. Hann var klukkutíma of seinn í vinnuna vegna þess að það sprakk dekk á bílnum, rafmagnssögin hans gafst upp, og nú neitaði forni pallbíllinn hans að fara í gang. Meðan ég keyrði hann heim, sat hann við hlið mér í steingerfðri þögn. Þegar við vorum komnir, bauð hann mér inn til að hitta fjölskylduna. Þar sem við gengum að útidyrunum, stoppaði hann stuttlega við lítið tré og snerti trjágreinarnar með báðum höndum.Eftir að hann opnaði hurðina, varð á honum undursamleg breyting. Sólbrúnt andlit hans rifnaði í brosi og hann faðmaði börnin sín tvö og kyssti konuna sína. Seinna gekk hann með mér að bílnum mínum. Við gengum framhjá trénu og forvitnin náði tökum á mér. Ég spurði hann um það sem ég hafði séð hann gera fyrr um kvöldið. "Æ, þetta er vandamálatréð mitt," svaraði hann. "Ég veit að ég kemst ekki hjá vandamálum í vinnunni, en það er eitt sem víst er, að þau eiga ekki heima á heimili mínu hjá konu minni og börnum. Þannig að ég hengi þau á tréð þegar ég kem heim á kvöldin.
> Síðan tek ég þau aftur af trénu á morgnana." "Það skrýtna er," sagði hann og brosti, "að þegar ég kem út á morgnana og tek þau upp, þá eru þau ekki næstum eins mörg og mig minnti að ég hefði hengt upp kvöldið áður."
>
> Ókunnur höfundur

Kær kveðja
Adda Bára
OFURBLOGGARI

10.10.2007 13:10

Rétt forgangsröðun kvenna



Kona nokkur gekk niður Laugaveg þegar hún tók eftir mjög skítugri og illa til haldinni heimilislausri konu sem sat og betlaði peninga.

Konan tók upp veskið, tók úr því 5000 kr. og spurði: "Ef ég gef þér pening ætlar þú þá að kaupa vín í staðinn fyrir mat?"

"Nei, ertu frá þér, ég hætti að drekka fyrir mörgum árum", svaraði heimilislausa konan.

"Muntu þá nota peningana til að kaupa þér tískufatnað af einhverju tagi?"

"Uss nei, ég hef ekki tíma til þess, nota alla mína orku í að halda í líftóruna."

"Ætlar þú þá að nota peningana á hárgreiðslustofu í stað þess að kaupa mat?"

"Ertu frá þér!!, svaraði heimilislausa konan, " ég hef ekki farið á snyrti-eða hárgreiðslustofu í 20 ár."

"OK, svaraði þá hin konan, "ég ætla ekki að gefa þér þessa peninga. Í staðinn ætla ég að bjóða þér út að

borða með mér og manninum mínum í kvöld."

Heimilislausa konan varð hálfsjokkeruð og sagði: " En verður maðurinn þinn ekki bálreiður ef þú gerir það?

Ég er bæði skítug og illa lyktandi."

Þá svaraði hin: "Það er í fínu lagi.
Það er mikilvægt að hann sjái og skilji hvernig kona lítur út sem ekki notar fjármuni í tískufatnað, hárgreiðslu og vín!!!! "




26.08.2007 10:30

Afmæli 26.08.2007

STEINUNN BÁRA ÆGISDÓTTIR ER 24 ÁRA Í DAG 

 ÁRNÝ BÁRA ER 47 ÁRA Í DAG  
 
Til hamingju með afmælið Steinunn mín

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar