Halló ! Halló! Halló
Já, já þá er best að skifa smá inná þessa blessuð síðu mína

Ég hef fengið þó nokkrar ábeningar um að ég sé ekki nógu góður bloggari.(ótrúlegt en satt)

Og það er nú bara í fínu lagi.
Já ég skal viðurkenna það að ég er ekki nógu dugleg að skrifa línur á þessa blessuðu síðu.
Og það var nú svosem alveg vitað mál.
HA JÚ VÍST
En nú er ég sem sagt að skrifa nokkrar línur hérna inná .
Við erum búin að fara í nokkrar útilegur í sumar en færri en oft áður, en það er nú bara vegna þess að það er búið að vera þvílíkt gott veður hérna hjá okkur hérna í Ólafsvíkinni að maður hefur ekki tímt að fara neitt úr þessari líka brakandi blíðu. Ægir minn er búinn að vera að laga þakkanntinn sem er orðinn ekki neitt smá flottur (sko kanturinn og jú jú Ægir líka :-)) og frú Árný Bára liggur nú bara og sólar sig á pallinum og dáist að eiginmanninum, hvað hann er nú laghentur og sætur strákur.
Neibb ég er ekki með sólsting bara svona líka sæl í sólinni.Við fórum í Skorradal, eina helgina, síðan fórum víð í Húsafell og fórum svo aftur í Húsafell í fjórar nætur og fimm daga en hún Steinunn Björg vinkona mín frá Fáskrúðsfirði og hennar ekta maki til
heilmargra ára( Hr. Ingólfur Hafsteinn Hjaltason) voru þar. Eins voru Bobba systir Steinu og hennar ekta maki líka þara og áttum við alveg frábæra daga með þessu líka alveg frábæra fólki.
Æ það er nú líka allt frábært sem kemur þarna að austan.
******Ekki satt *******Þetta er nú að verða meiri dellan hérna hjá mér

Árni Snær dóttursonur okkar hjóna kom líka í heimsókn til okkar í Húsafell og var hjá okkur í 2 nætur þar.
Hann er enn hjá okkur hérna í Ólafsvík og óvíst hvenær honum verður skilað .Við fórum út í Flatey á Breiðafirði í dag 17.júli .
Maggi og Unnur( vina fólk okkar hérna fyrir vesta ) fóru með okkur líka og þetta vara bara frábær ferð og afskaplega góður dagur sem við áttum þarna í Flatey.
Fengum okkur að borða á hótelinu . Við hjónin og Maggi og Unnur fengum okkur plokkara og kartöflusúpu, en
Árni Snær fékk sér grjónagraut með rúsínum og heita samloku.
Já þetta var nú bara frábær dagur og svo komum við hérna heim og það er bara sól og sól og logn og bara það veður sem er búið er að vera í allt sumar.
Ja hérna hér þvílík sæla í Víkinni þessa dagana

Jæja nú hætti ég þessu bulli
Bless í bili
Kær kveðja
Adda Bára