Velkomin Gaman að sjá þig hér |
||||
Flettingar í dag: 242 Gestir í dag: 19 Flettingar í gær: 85 Gestir í gær: 26 Samtals flettingar: 56813 Samtals gestir: 16906 Tölur uppfærðar: 20.4.2025 18:48:52 Færslur: 2007 Desember22.12.2007 09:55Jólakveðja![]() ![]() Kæru vinir og fjölskylda. 14.12.2007 12:13JÓLATRÉhttp://leit.is/thjonsla/go.aspx?nosla=1&ns=1&url=http%3a%2f%2fwww.akmus.is%2flaufashopurinn%2fislensk_jolatre.htm ![]() 14.12.2007 10:13Vinátta, friður og vonÞetta er friðardúfan, boðskapur hennar er : Það sem þú sérð er minnsti hlutinn; Þú þarft ekki að hafa jólin í höndum þér Ef þú hefur jólin í hjarta þér
(höfundur óþekktur) 13.12.2007 15:24UM HAMINGJUNA
10.12.2007 16:37JÓLAHLAÐBORÐ Jólahlaðborð í danska fyrirtækinu. 2. desember Til allra starfsmanna: > Það er mér mikil ánægja að tilkynna að jólahlaðborð fyrirtækisins, > julefesten, verður haldin á Steikhúsi Argentínu þann 20 desember. > Jólaskreytingar verða komnar á sinn stað og lítil hljómsveit mun spila > vinalega og velþekkta jólasöngva. Aðstoðarforstjórinn kemur og leikur > jólasveininn og hann ætlar líka að kveikja á jólatrénu. Þið megið koma með > jólagjafir en þær mega ekki kosta meira en 200 krónur. > Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar friðar á aðventu. > Tina Johansen > fulltrúi í starfsmannahaldi > 3. desember > Til allra starfsmanna: > Það var ekki meiningin með tilkynningunni í gær að móðga tyrknesku > vinnufélagana okkar. Við vitum að helgidagarnir þeirra eru ekki alveg > samstæðir okkar. Þess vegna köllum við jólahlaðborðið framvegis > árslokaveislu. Af þessum ástæðum verður ekkert jólatré og ekki jólasöngvar. > Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar góðra stunda. Tina Johanse > fulltrúi í starfsmannahaldi > 7.desember > Til allra starfsmanna > Félagi í Anonyme Alkoholikere, AA, sem ekki vill láta nafns síns getið af > eðlilegum ástæðum, krefst þess að á árslokaveislunni verði þurrt borð. Með > gleði get ég sagt að það verður orðið við þessum óskum en vil um leið benda > á að þurrkinn eftir veisluna get ég ekki ábyrgst. > Þar að auki verða ekki gefnar jólagjafir því verkalýðsfélagið hefur mótmælt > og telur 200 krónur allt of háa upphæð í jólagjafir. > Tina Johansen > fulltrúi í starfsmannahaldi. 9. desember > Til allra starfsmanna > Mér heppnaðist að fá borð langt frá hlaðborðinu fyrir félaga okkar úr > megrunarklúbbi fyrirtækisins. Svo fékk ég líka borð fyrir alla ólétta rétt > hjá salernisdyrunum. Hommar sitja hlið við hlið. Lesbiur þurfa ekki að sitja > við hliðina á hommunum, þær fá sér borð. Að sjálfsögðu fá hommar og lesbiur > blómaskreytingu á borðin sín. > ERUÐ ÞIÐ NÚ ÁNÆGÐ...EÐA HVAÐ? > Tina Johansen > fulltrúi á geðveikradeildinni í starfsmannahaldi 10. desember > Til allra starfsmanna > Að sjálfsögðu tökum við tillit til þeirra sem ekki reykja. Teppi verður > notað til að skipta veislusalnum í tvær deildir. Möguleiki á að hafa > reyklaust fólk í tjaldi fyrir utan veitingahúsið. > Tina Johansen > fulltrúi í starfsmannahaldi fyrir undirokaða 14. desember > Til allra starfsmanna > Grænmetisætur! Ég beið nú bara eftir að heyra frá ykkur. Mér er svo > innilega, alveg skít sama hvort veislan passar fyrir ykkur eða ekki. > Við förum á Steikhúsið. Mín vegna getið þið farið til tunglsins 20.desember > til að sitja eins langt frá dauða-grillinu og þið mögulega getið > Njótið, for helvede, saladbarsins og étið ykkar hráu tómata. Og munið að > tómatar hafa líka tilfinningar. Þeir æpa þegar maður sker í þá, ég hef sjálf > heyrt það. Jæja svín, þarna fenguð þið á baukinn > Ég óska öllum hvínandi góðra jóla, drekkið ykkur drullu-full, svo þið farið í kóma > Kveðja frá "Bitchen" á þriðju hæðinni > Til allra starfsmanna > Ég er viss um að ég tala fyrir hönd okkar allra, þegar ég óska Tine Johansen > góðs bata. Það verður metið við ykkur ef þið sendið henni kort með góðum > óskum á Geðdeildina. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að það verður ekki > nein árslokaveisla eða jólahlaðborð. >Þið megið taka ykkur frí allan daginn > þann 20. desember á fyrirtækisins kostnað. > Gleðileg jól! ![]() > Frederik Lindstrøm Starfsmannastjóri Já það getur verið erfitt að gera öllum til hæfis.
Eldra efni
|
clockhere Tenglar
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is