Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56893
Samtals gestir: 16924
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 19:11:27

Færslur: 2008 Maí

25.05.2008 09:51

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn  

    Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hinn 6. júní árið 1938. Sá dagur var mánudagur, annar í hvítasunnu. Næstu ár var fylgt reglu sem á endanum var lögtekin árið 1987, að sjómannadagur skyldi vera fyrsti sunnudagur í júní nema hvítasunnu bæri upp á þann dag. Þá skyldi sjómannadagurinn vera viku síðar. Áður en lögin voru sett var vikið frá reglunni í þau sex skipti sem hér verða talin. Árið 1963 var sjómannadagurinn haldinn á annan í hvítasunnu. Árin 1965-1968 var haldið upp á daginn í maímánuði. Árið 1986 var deginum frestað til 8. júní vegna sveitarstjórnarkosninga í kaupstöðum og kauptúnahreppum laugardaginn 31. maí. Þegar almanakið fyrir 1986 var prentað, var ekki vitað um frestunina og því var 1. júní auðkenndur sem sjómannadagur það ár, en dagurinn hafði fyrst verið tekinn upp í almanakið árið 1984. Hér fer á eftir listi yfir dagsetningar sjómannadags fram að lagasetningunni 1987. Listinn er fenginn frá Sjómannadagsráði.
 

1938   6. júní 1948   6. júní 1958   1. júní 1968  26. maí 1978  4. júní
1939   4. júní 1949 12. júní 1959   7. júní 1969   1. júní 1979 10. júní
1940   2. júní 1950   4. júní 1960  12. júní 1970   7. júní 1980   1. júní
1941   8. júní 1951   3. júní 1961   4. júní 1971   6. júní 1981 14. júní
1942   7. júní 1952   8. júní 1962   3. júní 1972   4. júní 1982   6. júní
1943   6. júní 1953   7. júní 1963   3. júní 1973   3. júní 1983   5. júní
1944   4. júní 1954 13. júní 1964   7. júní 1974   9. júní 1984   3. júní
1945   3. júní 1955   5. júní 1965 30. maí 1975   1. júní 1985   2. júní
1946   2. júní 1956   3. júní 1966 15. maí 1976 13. júní 1986   8. júní
1947   1. júní 1957   2. júní 1967 28. maí 1977   5. júní 1987 14. júní

 

Þ.S. 26. apríl 2008.

 

Almanak Háskólans

13.05.2008 11:51

Ótitlað

Já komið þið sæl og blessuð.
Þá er þessi hvítasunnuhelgi liðin.
Já við hjónin skruppum austu á Breiðdalsvík í fermingu hjá Aðalsteini Huga.
Hann er dóttursonur Hönnu Þóru systur minnar.
Fengum bara fínasta veður og hittum fullt af fólki og fengum alvega frábæra fermingarveislu.
Við vorum 5 systkinin sem mættum á svæðið og pabbi og mamma.
Það var bara gaman.
Við fórum  í kirkju  í Heidölum og var það fínasta messa, freming og svo voru tvö börn skíð. Sandra Lind dóttir Grétu systir lét skíra drenginn sinn en hann heitir Hrannar Ingi.
þannig að það var bara nóg að gera í fjölskyldunni.
Ægir Ægisson varð 20 ára þann 10 maí en hann var bara heima að grilla og hafa það gott. Vildi það frekar en að koma með okkur.
Við komum svo heim seint á annandag hvítasunnu.
Fengum flott veður og afskaplega gaman að hitta fjölskylduna.
kveðja til allra og takk fyrir góða helgi kæru vinir og fhölkskylda !!!!
Árný Bára og Ægir

p.s.
Setti hérna inn smá um altarisgönguna vegna eldhúsumræðu um það dæmi 

Altarisgangan er annað af tveimur sakramentum kirkjunnar (hitt er
skírnin) þar sem leyndardómur trúarinnar kemur sterkt fram.

Við göngum til altaris til þess að gera það sem Jesús bauð okkur þ.e að taka á móti víni og brauði í hans minningu. Leyndardómurinn er þessi að Jesús hefur lofað að vera sérstaklega nálægur þegar við komum saman til að endurtaka kvöldmáltíðina sem hann átti með lærisveinum sínum á skírdagskvöld.
Við altarið hendum við af okkur öllum okkar byrgðum, öllum áhyggjum og raunum, fáum fyrirgefningu á öllu því ranga sem við höfum meðvitað og ómeðvitað gert, hugsað eða talað, göngum svo hrein á líkama og sál út í hversdaginn sem nýjar manneskjur, endurnærð til góðra verka.

05.05.2008 12:08

Ótitlað


Kærleikur er eitthvað sem þú og ég verðum að eiga.
Við verðum að eiga hann vegna þess að andi vor nærist á honum.
Við verðum að eiga hann vegna þess að án hans verðum við máttlítil og veikburða.
 Sjálfstraust okkar þverr án kærleika. Djörfung okkar hverfur.
Við getum ekki horft  í trúfesti til heimsins.
Við hverfum inn á við og förum að nærast á eigin eðlisþáttum, og smám saman eyðum  við  honum sjálf.
 Full kærleika erum við skapandi.
Full kærleika höldum við óþreytandi árfam.
Full kærleika og eingöngu í krafti hans getum við fórnað okkur fyrir aðra.

( DAN GEORGE, INDÍÁNAHÖFÐINGI )

Kærleikurinn er ávallt skapandi, aldrei eyðandi.
Í honum felst eina von mannsins.

( LEO BUSCAGLIA )

Tekið af kærleiksvef Júlla

  • 1

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar