Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56813
Samtals gestir: 16906
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 18:48:52

Færslur: 2008 Júlí

26.07.2008 20:54

Ótitlað

Sælt veri fólkið .
  
Steinunn Bára og Gunni eignuðust alveg dásamlega fallega stúlku
í morgun, 26.07.08 kl:07:57 
Stúlkan var 3.590 gr. og  51 cm .

Falleg og slétt með svart hár.
Virkilega fallegt barn.

Innilega til hamingju nýbakaðir foreldrar.
Amma og afi geta ekki verið stoltari og montnari.

Þá eigum við Ægir minn orðið  tvö barnabörn
 strák og stelpu.
Þvílíkt ríkidæmi.

Knús og kossar til allra
Amma og afi í Ólafsvík

08.07.2008 11:20

Ótitlað

Komið þið sæl og blessuð.

Þá er best að blogga smá. 
Brúðkaupið búið og bæði sögðu já. þetta var feikna veisla og bara 100% mæting frá minni fjölskyldu. Sko frá okkur Ægi. Það var afskaplega gleðilegt því við erum ekki svo oft öll saman. þá er ég að tala um litlu fallegu fjöslskylduna mína.(ÉG, Ægir, börn og tengdabörn) Að vísu vantaði aðalgæann hann Árna Snæ en hann fór í útilegu þessa helgi.
Brúðguminn eldaði allan matinn og var maturinn hreint út sagt alveg dásamlegur.
Brúðhjónin voru líka alveg ferlega falleg og flott.
Bara frábær veisla í alla staði og takk fyrir mig og takk fyrir góðan dag kæra fjölskylda.

Af okkur er annars allt gott að frétta erum enn að bíða eftir næsta barnabarni, Vonandi fer það að láta sjá sig.

Gott og gaman var á Ólafsvíkurvökunni.

GLEÐI !!! GLEÐI!!! GLEÐI!!!
SUMAR OG SÓL.

Kær kveðja
Árný Bára

  • 1

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar