Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 242
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56813
Samtals gestir: 16906
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 18:48:52

Færslur: 2008 Ágúst

30.08.2008 09:59

JÆJA KRAKKAR MÍNIR

JÆJA KRAKKAR MÍNIR!!!

Þá erum við hjónin komin heim úr frækilegri hjólaferð til Austurríkis.
Hafi Bolzano - Feneyja ferðin í fyrra verið flott þá var þessi ferð topp 10+++.  EEEEEN þessi ferð var mun erfiðari en við héldum ''hjólagarparnir '' .

Við héldum að við værum að fara að taka nokkrar Geirakotsbrekkur en það voru voða fáar svoleiðis brekkur.

Flestar brekkurnar voru eins og Klifið eins og það leggur sig eða Grundarbrautin og þegar þú hélst að nú værir þú kominn á toppinn þá kom smá beygja og svo önnur og stundum önnur úff!úff!  S S S S

En svo varstu allt í einu kominn á toppinn. JIBBÍ !! JÚHÚ !!! KOMIN UPP OG ÞÁ VAR  
BARA AÐ FARA NIÐUR.

JEBB BARA NIÐUR!!!

 
En kæru vinir, í Austurríki var ekki bara að fara niður brekkuna neeeei , það var alltaf smá upp líka þó svo að þú værir að fara niður.

Maður var gasalega glaður að láta sig renna niður þá heyrði maður kallað fyrir framan sig, HÆÐ framundan !! NEIIII NEIIIIII ÞAÐ ER BREKKA !!! ÞAÐ ER  BREKKA!! . SETJIÐ Í 1-1 !!!!

Ó JÁ !!!! OG MAÐUR BORGAR MORÐ FJÁR FYRIR ÞETTA.

Svo voru það vötnin sem við vorum að fara að hjóla í kringum.
(
þetta var sko 10 vatna leiðin)
Við héldum nottlega að vötnin væru eins og Vaðallinn, en það var nú öðru nær. Hvert vatn var eins og fjörður og við hvert vatn (fjörð) voru nokkrir bæjarkjarnar.

JEBB STUNDUM VEIT MAÐUR  BARA EKKI BETUR.

Í Þessari ferð voru hjólaðir 300 km.

Við jónakornin erum alveg alsæl eftir þessa ferð og stefnum á að fara aftur að ári.

Ferðafélagarnir voru alveg frábærir, mikið spaugað og mikið hlegið.
Kæru hjón Anna og Laugi(50) takk fyrir góða ferð og frábæra samveru.
kv
Adda og Ægir

26.08.2008 14:17

AFMÆLI

STEINUNN BÁRA ER 25 ÁRA Í DAG
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
  • 1

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar