Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 394
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56965
Samtals gestir: 16936
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 19:33:50

Færslur: 2008 September

30.09.2008 16:42

Ótitlað

emoticon Spakmæli dagsins! emoticon


Óttastu aldrei andstöðu.
Mundu að flugdreki hefst ekki á loft með vindi
heldur á móti honum -

Höfundur ókunnur.



30.09.2008 13:40

Ótitlað

Fékk þetta sent frá góðri vinkonu.
Langaði að deila þessu með ykkur.
Rósin


Á fyrsta skóladegi mínum í framhaldsnámi hvatti kennarinn okkur til að kynnast nýju fólki gefa okkur á tal við ókunnuga og opna fyrir nýja vináttu og vingjarnleika.


Ég stóð upp og leit í kringum mig en þá fann ég fyrir hönd á öxlinni minni og leit við.  Þarna stóð mjög gömul kona sem brosti eins og sólin framan í mig;

Hæ myndarlegi strákur!, sagði hún.

Ég heiti Rósa, ég er 87 ára. Má ég faðma þig?

Ég hló og jánkaði og hún kreisti mig að sér.


Hvers vegna ertu í skóla svona fullorðin?, spurði ég.
Hún svaraði glaðlega; Því ég ætla að ná mér í ríkan eiginmann hérna og eignast með honum nokkur börn!

Nei, í alvöru? spurði ég.

Hún svaraði; Mig langaði alltaf í stúdentspróf og nú læt ég þann draum rætast!
Við gengum saman um ganga skólans, spjölluðum og urðum strax perluvinir.


Eftir þetta hittumst við alltaf, alla daga og töluðum út í eitt.

Mér fannst frábært að hlusta á hana og læra af henni.

Hún varð vinsælasti nemandi skólans, alls staðar geislaði hún
vingjarnleika sínum til fólks.

Hún elskaði að punta sig og naut sín í félagsskap okkar unga fólksins.

Í lok skólaársins vildum við nemendurnir að hún flytti lokaræðu
nemenda á skólaslitunum.


Hún kom í ræðustólinn og flutti ræðuna blaðlaust;

Við hættum ekki að leika okkur af því að við verðum gömul.

Við verðum gömul af því að við hættum að leika okkur.

Það eru aðeins fjögur leyndarmál til að halda sér ungum,
vera ánægður og ná árangri.


Þú verður að hlæja alla daga og sjá spaugilegar hliðar á öllum hlutum.

Þú verður að eiga þér draum. Ef þú átt þér ekki draum þá áttu ekkert líf.

Það eru svo margir lifandi dauðu lífi en fatta það ekki. Það er engin
gleði, enginn draumur. Engin tilbreyting.

Það er mikill munur á því að eldast og vitkast eða bara að eldast og verða gamall.

Ef þú ert 19 ára,liggur í rúminu, gerir ekkert af viti í heilt ár, þá verðurðu auðvitað tvítugur ári seinna.

Og ef ég er 87 ára og ligg í rúminu í heilt ár, þá verð ég auðvitað
88 ára, einu ári seinna.

Allir geta elst. Það þarf enga hæfileika til þess eða hæfni.

Best er þó að eldast með því að finna hvernig tíminn sem líður er
tækifæri til breytinga.

Þá er hreyfing á lífi þínu en ekki stöðnun.


Lifðu þannig að þú gerir alltaf þitt besta, aldrei að sjá eftir neinu.

Þegar eldra fólk lítur tilbaka sér það sjaldnast eftir því sem það gerði í

lífinu heldur því sem það gerði ekki.

Þeir sem óttast dauðann eru yfirleitt þeir sem láta ekki drauma sína
rætast, þeir lifðu ekki til fulls.


Í lok ræðunnar söng Rósa og hvatti nemendur til að vanda hvern dag
sem þeir lifðu   Lifa 100% lífi, eins og sá dagur væri sá síðasti.


Viku eftir útskrift lést Rósa í svefni, hún sofnaði mjúklega inn í

himnaríki.  Yfir 2.000 nemendur fylgdu henni til grafar og sýndu orðum hennar
virðingu;

Það er aldrei of seint að vera sá/sú sem þú í rauninni ert.


Þessi orð fara nú manna á milli í minningu Rósu.

Þú mátt senda þau áfram til þeirra sem þú vilt blessa.

Og mundu- að eldast er óhjákvæmilegt en að eldast og vaxa í visku
er val. Með því að gefa fáum við tilbaka.


God promises a safe landing, not a calm passage.
If God brings you to it, he will bring you through it.


Góðir alvöru vinir eru eins og stjörnur á himni sem þú veist af en sérð
ekki alltaf.  Þeir skína best í myrkri, þegar þú þarft mest á þeim að halda.


Þú ert stjarnan mín.


29.09.2008 16:07

Ragnheiður Mist Reykdal

Heil og sæl öll sömul.
Best að setja nokkrar línur hérna inn, því ég veit að nokkrir fjölskyldumeðlimir og nokkrir nánir vinir eru duglegir að koma hérna inn og ætlast til þess að ég hafi eitthvað að segja.
Þann 20.sept þá var hún Ragnheiður Mist skírð í Ólafsvíkurkirkju.
Það hefði mátt vera betra veður, en það kom ekki að sök því það var góð mæting .
Ættingjar og vinir úr Reykjavík fjölmenntu sem og vinir úr Ólafsvík.
Set hérna inn nokkrar myndir af skvísunni Ragneiði Mist Reykdal.

Ragnheiður Mist og Lóa amma


Ragnheiður Mist

29.09.2008 03:02

Ótitlað




Um Hamingjuna
Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við:
göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði. Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.Sannleikurinn er sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!........ Því ef ekki núna..... hvenær þá?
Lífið er alltaf fullt af vandamálum. Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn: "Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja - þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft." Þetta viðhorf hjálpar okkur að skilja að það er engin leið að hamingjunni. Hamingjan er leiðin. Njótum hverrar stundar sem við eigum. Njótum hennar enn frekar þegar okkur tekst að deila henni með öðrum sem er nógu sérstakur til að verja tíma okkar með . og munum, að tíminn bíður ekki eftir neinum. Áttu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný . til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að
vera hamingjusamur en einmitt núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður
Til umhugsunar að lokum!
"Sinntu starfi þínu eins og þú þarfnist ekki peninganna."
"Elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð(ur)."
"Dansaðu eins og enginn sjái til þín."
  • 1

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar