Velkomin

Gaman að sjá þig hér

Flettingar í dag: 191
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 85
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 56762
Samtals gestir: 16895
Tölur uppfærðar: 20.4.2025 15:27:48

Færslur: 2008 Október

30.10.2008 09:37

Litla syndin ljúfa

 Halló kæru vinir.
Langaði að deila þessari dásmlegu synd með ykkur.
Já það eru líka  til dásmlegar syndir í þessari krepputíð.
Njótið þessarar syndar í botn og allt verður ljúft og gott .
(alla vegana í smá tíma)  
 
 

Litla Syndin ljúfa   

Óskilgreindar uppskriftir

góður og einfaldur eftirréttur sem allir ættu að gera


140 g smjör, og meira til að smyrja formin
140 g 70% Nóa Síríus Súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 g flórsykur
60 g hveiti

LITLA SYNDIN
140 g smjör, og meira til að smyrja formin
140 g 70% Nóa Síríus Súkkulaði
2 egg
3 eggjarauður
140 g flórsykur
60 g hveiti

Hitið ofninn í 220 gráður (ekki nota blástur). Smyrjið 6 lítil soufflé-form eða bolla vel með smjöri ( Ef notuð eru annars konar form er ráð að prófa að baka eina synd til að bökunartíminn passi örugglega.) Setjið smjör og súkkulaði í pott og bræðið við vægan hita. Takið af hitanum um leið og smjörið er bráðið og hrærið þar til súkkulaðið er alveg bráðið. Þeytið egg og eggjarauður í skál og setjið svo flórsykurinn út í og þeytið vel. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og þeytið á meðan og hrærið að lokum hveitinu saman við. Skiptið deiginu jafnt í formin (rúmlega 1 dl í hvert form) og gætið þess að fylla þau ekki alveg. Setjið formin á plötu eða í ofnskúffu og bakið kökurnar í 11-12 mínútur (án blásturs). Ef deigið hefur verið geymt í kæli þá er bökunartíminn 13-14 mín (jafnvel 15 mín. ef það var í formunum og í kæli). Takið þær út og látið kólna í 3 mínútur. Rennið hnífsblaði í kringum kökurnar til að losa betur um þær og hvolfið þeim á diska. Sigtið e.t.v. svolítinn flórskykur yfir og berið kökurnar fram t.d með hindberja- eða vanillusósu og e.t.v berjum eða öðrum ávöxtum.




Gott að bera fram með vanilluís














26.10.2008 06:36

Vinátta og virðing

 

 
Sýnið hvert öðru hlýhug, elsku, vináttu og virðingu!

Með því að virða tilfinningar, vilja og ákvarðanir náungans, gerum við lífið þess virði að lifa því!

Sendu náunganum bros, það getur bjargað degi hans/hennar!

Faðmaðu einhvern á hverjum degi, segðu honum/henni að þér þyki vænt um hann/hana!

Þú ert sérstök/sérstakur, láttu aðra finna að þér finnist þeir líka sérstakir!

Með vináttu og kærleik, sem ekki kostar neitt, getur maður gert stóra hluti.







21.10.2008 08:13

Haustið.

333 
emoticon Gaman saman emoticon

Góðan dag kæru vinir.
emoticon 
Þá verður maður bara að setja eitthvað hérna inn fyrir ykkur.
Við mæðgur (ÉG, Elín Sigríður og Steinunn Bára ) fórum saman á tónleikana með Villa Vill.
Bara frábært. Aldeilis flottir tónleikar það.
emoticon 
 Nú það var hætt við ferðina til St.John's þannig að við hjónin förum ekki þangað í ár.
En það átti að fara þann 29.okt-3.nóv .
EN, Því miður hefur ferðin verið felld niður vegna alþekktra aðstæðna í þjóðfélaginu.
Svona fór um sjóferð þá. Verra gat það nú svosem verið.

emoticon
Þá eru það haust verkin í ár.
Ekkert slátur tekið, en við hjónakornin tókum tvær rollur og hökkuðum þær í spað í gær, ´´brjálað að gera í sveitinni´´.
emoticon 
Það sem er að frétta af ömmu og afa börnum er að Árna Snæ gengur vel í skólanum, svo er hann er að æfa karate og badminton. Já og gæinn er að verða 10 ára í nóvember. Ragnheiður Mist er dugleg að borða (drekka) og dafnar vel. Alveg að verða 3ja mánaða stúlkan.
emoticon 
Pabbi minn kær og góður er búinn að vera á spítala, fór í hjartaþræðingu og þar voru nokkrar æðar sem þurfti að hreinsa.
emoticon 
Jæja elskurar hef þetta ekki meira í dag. Ætla að fara að hringja í þau gömlu (pabba og mömmu) og athuga hvernig heilsufarið er á þeim hjónum.
Eigið góðan dag
kv
Adda Bára

19.10.2008 18:58

Árni Snær og Ragnheiður Mist


Árni Snær og Ragnheiður Mist í heimsókn hjá ömmu og afa í Ólafsvík

13.10.2008 12:10

Góður dagur

emoticon Góðan dag emoticon

Ég vakna þennan morgun og vel að hann sé góður

vel
að hann sé yndislegur, myrkur og hljóður

ég vel að kúra um stund og staðnæmast við það

hve stórkostlegt sé lífið ef fátt amar að.
 

Ég ákveð því að velja að vandamálin fá

vistuð séu hjá mér til þess eins að ljá

tilverunni ennþá fleiri tilbrigði og fleti

ég tek þeim opnum örmum svo nýtt mér þau ég geti.


Og eftir litla stund ég vel að fara á fætur

faðma þennan morgun og allar hans rætur

hita mér gott kaffi af kærleik þess ég nýt
kex smyr með osti í blöðin svo ég lít.



Að endingu ég segi við þig sem þetta lest

þetta er góður dagur, hafðu það sem best

ég óska þess að hugsanir fallegar þig finni

ég faðmlag þér sendi og kveð þig að sinni.

Fékk þennan póst í morgun.
Gott innlegg í góðan dag.

07.10.2008 14:48

Ótitlað

 

Dæmdu aldrei í reiði!  
Reiðin líður hjá en dómurinn stendur eftir.


   
Ef maðurinn finnur ekki frið í sjálfum sér,
 er tilgangslaust fyrir hann að leita hans annars staðar.







04.10.2008 04:27

Ótitlað

   
Þú verður að taka persónulega ábyrgð.
Þú getur ekki breytt kringumstæðunum,
 árstíðinni eða veðrinu,
en þú getur breytt sjálfum þér
  -











04.10.2008 03:34

   
 
Virðingin kyssir ennið á. 
Auðmýktin hönd að vörum brá.
Aðdáun vanga velur sér.
Vináttan kyssir hvar sem er. 
Ástin er frekast að því kunn,
að hún vill kyssa beint á munn.
-Fífulogar. 1945-

       























03.10.2008 01:34

Ótitlað


Spakmæli dagsins.

 



Hamingan er heimafengin og verður ekki tínd í garði annarra.

  









  • 1

Eldra efni

clockhere

Tenglar

Eldra efni

Tenglar