Velkomin Gaman að sjá þig hér |
|
Flettingar í dag: 191 Gestir í dag: 8 Flettingar í gær: 85 Gestir í gær: 26 Samtals flettingar: 56762 Samtals gestir: 16895 Tölur uppfærðar: 20.4.2025 15:27:48 Færslur: 2008 Nóvember23.11.2008 10:23ÁRNI SNÆR 10 ÁRA Í DAG
10 ÁRA
13.11.2008 20:52![]() ![]() Jæja krakkar mínir . Þá er best að setja eitthvað hérna inn. Af okkur er allt gott að frétta. Ég fór í þetta líka fína skvísupartý síðastliðinn laugardag, hjá henni Rut vinkonu minni. Rut er æskuvinkona mín frá Fáskrúðsfirði. Þetta var bara gaman. Flestar gellurnar þarna voru frá Fáskrúðsfirði þannig að það var mikið spjallað og mikið hlegið. Frábær matur og meðlæti. Ummm aldeilis frábært kvöld. Takk fyrir mig Rut. Eiður, heittelskaður eiginmaður Rutar (50) var yfirgrillari. Og eins og haninn í hænuhópnum. ![]() Jæja það er rok og rigning hérna. Að vanda. ![]() ![]() Fór í ræktina í morgun. vel tekið á því hjá okkur Kötu. Læri og magi. Saumaði þennan líka flotta bútasaumsdúk á eldhúsborðið hjá mér í gær og kláraði bútasaumsteppið fyrir Ragnheiði Mist. Teppið átti hún að fá þegar hún fæddist þann 26.07.08. Ó JÁ ÞANNIG ER NÚ ÞAÐ. En betra er seint en aldrei. Jæja þetta fínt í bili. Set hérna inn nokkur spakmæli ( ef spakmæli má kalla) ![]() Heima er best í hófi. Þegar neiðin er stærst er hjálpin fjærst. Oft er bankalán ólán í láni. Betra er að fara á kostum en taugum. Víða er þvottur brotinn. ![]() Egið góðan dag kv adda bara 05.11.2008 09:52Kreppa og kreppa ?Smá dæmisaga vegna hinnar svokölluðu "kreppu" Íslensk kona hefur verið að styrkja námsmann í Uganda sem "óvænt varð á vegi hennar" eins og hún orðaði það. Hann var búinn að lofa að senda henni einkunnirnar sínar sem hann og gerði þegar þar að kom. Þar kom fram að hann hafði fengið A í öllum fögum og góða umsögn að auki. Það var nefnilega búið að gera honum ljóst að góður árangur væri lykillinn að því að hann fengi áframhaldandi styrk. Já það er spurning. 01.11.2008 17:38HamingjanHamingjan er umfram allt fólgin í því einfalda og fábreytta: vínglasi, bökuðum hnetum, ofurlitlu glóðarkeri, nið frá sjónum... Allt sem til þarf er að þú gleymir ekki að hamingjan er hér og nú - að bústaðurinn sem hún kýs sér er einfalt og fábreytt hjartalag. Nikos Kazantzakis Eigið góðan dag kv Árný Bára
Eldra efni
|
clockhere Tenglar
Eldra efni
Tenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is